Söguás

Alþingi var stofnað á Þingvöllum við Öxará árið 930. Það er elsta stofnun íslensks samfélags. Þingið, þinghaldið og hlutverk Alþingis í samfélaginu hafa tekið miklum breytingum frá upphafi. Á söguásnum er getið um þær þýðingarmestu og vikið að öðrum sem hafa haft áhrif á starfsemi þingsins án þess að þær hafi breytt skipan þess eða hlutverki.

Söguás

Á Söguásnum eru stuttir textar um valin efni úr sögu Alþingis.

930–1262/64

Þjóðveldistíminn

930

Alþingi stofnað

Alþingi Íslendinga er í senn elsta stofnun þjóðarinnar og sú æðsta. Það var stofnað á Þingvöllum við Öxará árið 930. Sá atburður markaði upphaf þjóðríkis á Íslandi því upp frá þessu bjuggu allir Íslendingar við sömu lög.

Lesa meira

Þinghald, goðar og þingmenn á hinu forna Alþingi

Þegar Alþingi var stofnað var enn ekki farið að nota ritað mál hér á landi til að varðveita vitneskju um það sem gerðist. Þess vegna er margt óljóst um skipulag og starfsemi Alþingis fyrstu öldina sem það starfaði. Við vitum meira um það sem gerðist eftir að farið var að nota ritmál að ráði um og upp úr 1100.

Lesa meira

Þingstörfin og vettvangur þeirra

Alþingi hið forna skiptist í nokkra hluta eftir verkefnum þingsins.

Lesa meira

1000

Kristni lögtekin

Árið 1000 voru sett á Alþingi lög sem gerðu kristni að ríkistrú á Íslandi. Í því fólst að allir landsmenn skyldu hafa sömu trú. Fram að því höfðu engin lög gilt um það hvaða trúarbrögð landsmenn gátu haft.

Lesa meira

Frásögnin af kristnitökunni

Eina frásögnin um kristnitökuna er í Íslendingabók sem er eftir prest að nafni Ari Þorgilsson. Hann er oft nefndur Ari hinn fróði. Ari skráði Íslendingabók á árunum 1122–1133, að því er talið er.

Lesa meira

Áhrif kristnitökunnar

Unnt er að færa rök fyrir því að ákvörðunin um að gera kristni að ríkistrú sé sú ákvörðun Alþingis sem hefur haft mest áhrif á íslenskt samfélag. Kristnar hugmyndir og valdakerfi kirkjunnar hafa einnig haft mikil áhrif á störf Alþingis fyrr og síðar.

Lesa meira

1262–1264

Endalok þjóðveldisins

Tímabilið frá stofnun Alþingis árið 930 til gildistöku Gamla sáttmála á árunum 1262–1264 er gjarnan kallað þjóðveldistími eða þjóðveldisöld. Þjóðveldið einkenndist meðal annars af því að í stað þess að kóngur eða keisari ríkti yfir landinu eins og þá var algengast í Evrópu var því stjórnað af goðunum í krafti laga sem sett voru á Alþingi. Á síðari hluta 12. aldar riðlaðist þetta skipulag og langvinn borgarastyrjöld hófst sem lauk með afnámi þjóðveldisins.

Lesa meira

Gamli sáttmáli

Á árunum 1262–1264 var samþykktur á Alþingi samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem gerði Ísland að hluta norska konungdæmisins. Þjóðveldistímabilinu lauk og miklar breytingar urðu á stjórnarfari á Íslandi.

Lesa meira

II

1265–1662

Norskt og danskt konungsvald, einveldi 1662