Alþingi fyrir alla

Vefur fyrir ungt fólk á öllum aldri um Alþingi, sögu þess og dagleg störf. Hvað viltu vita um Alþingi? Hvað er svona merkilegt við það? Blundar kannski í þér þingmaður?

Frumvarp verður að lögum

Hér er sýnt á myndrænan hátt hvernig frumvarp verður lögum, með dæmum úr þrennum mismunandi lögum. Hægt er velja lagafrumvarp til máta við ferlið, sjá hvernig það hefur farið í gegnum þingið og hvaða breytingum það hefur tekið á leiðinni.

148/2018: Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna

Hvert er hlutverk umboðsmanns barna? Hvaða áhrif geta börn og ungmenni haft á málefni sem snerta þau í íslensku samfélagi?
Lög um umboðsmann barna voru fyrst samþykkt á Alþingi árið 1984. Seinna hafa verið gerðar á þeim nokkrar breytingar. Hér er lýst ferli frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna (hlutverk umboðsmanns barna, ráðgjafarhópur barna og barnaþing).
Helsta markmið laganna var styrkja stöðu barna í íslensku samfélagi og stuðla þannig áframhaldandi innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, barnasáttmálans.

Ferli lagafrumvarps

Þegar vandi steðjar að í íslensku þjóðfélagi er oft sagt að nú verði Alþingi að grípa í taumana. Þetta er sagt á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og yfir kaffibolla heima í eldhúsi. Þegar til kastanna kemur eru það stjórnmálamenn sem ákveða hvort rétt sé að taka á viðfangsefninu með lagasetningu.

Hugmyndir um lagasetningu geta komið víða að. Hagsmunaaðilar reyna að hafa áhrif á undirbúning lagasetningar, oft í gegnum fjölmiðla. Einstaklingar geta einnig látið skoðun sína í ljós, t.d. með greinaskrifum, undirskriftalistum og með því að hafa samband við stjórnmálamenn. Þingmenn hafa allir rétt til að leggja fram lagafrumvörp en stjórnarfrumvörp eru að jafnaði talsvert fleiri en þingmannafrumvörp á hverju þingi.

Samfélaginu er að verulegu leyti stjórnað með lögum og þeim er beitt á margvíslegan hátt, m.a. í þeim tilgangi að tryggja borgurunum ákveðna þjónustu og réttindi (heilbrigðislöggjöf), heimila og setja reglur um tiltekna atvinnustarfsemi (fiskeldislög) eða til að rétta hlut einstaklinga sem hefur verið brotið á (lög um sanngirnisbætur). Síðastnefndu lögin eru dæmi um löggjöf sem mótuð var með mikilli umræðuþátttöku almennings, á meðan mörg önnur lög eru fremur viðfangsefni sérfræðinga.

1

Undirbúningur

Ráðherrar, þingmenn, félagasamtök, fjölmiðlar eða almennir borgarar verða varir við vankanta á gildandi lögum eða telja þörf á nýrri laga­setningu. Pólitísk umræða hefst um málið.

Ríkisstjórnin skipar nefnd til að rannsaka nauðsyn þess að setja ný lög eða breyta eldri lögum.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna nr. 148/2018

26. sept.2018

Útbýting frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna (hlutverk umboðsmanns barna, ráðgjafarhópur barna og barnaþing). Forsætisráðherra leggur frumvarpið fram.

2

Frumvarp lagt fram

Einn eða fleiri þingmenn, ráðherrar eða nefndir leggja fram frumvarp til laga.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna nr. 148/2018

16. okt.2018

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælir fyrir  frumvarpinu á þingfundi.

Katrín Jakobsdóttir segir í framsöguræðu sinni:Loks er í barnasáttmálanum gerð krafa um þátttöku barna í ákvarðanatöku um öll málin sem þau varða og að tillit beri að taka til skoðana þeirra. Því er lagt til að lögfest verði ákvæði um að reglulega skuli halda barnaþing þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og að niðurstöður þingsins verði kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum og ekki síður alþingismönnum.

3

Fyrsta umræða í þingsal

Sá sem lagði frumvarpið fram kynnir það í þingsal og almenn umræða fer fram um málið.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna nr. 148/2018

16. okt.2018

Sama dag er málið rætt í þingsal. Tvær atkvæðagreiðslur fara fram þann dag. Frumvarpið gengur til 2. umræðu og nefndar.

Björn Leví Gunnarsson segir við 1. umræðu:Þegar ég var að vinna á leikskóla í gamla daga kynntist ég fullt af krökkum og heiðarleika þeirra. Ég hef oft sagt það síðan þá að ég myndi að mörgu leyti treysta þeim betur til að vera hér í þessum sal en okkur sem erum hér. Við getum lært ýmislegt um heiðarleika af börnum.
Bryndís Haraldsdóttir segir við 1. umræðu: Ég held að okkur væri öllum hollt að ræða meira málefni barna á þingi og setja upp barnagleraugun, eins og þeir gera sem eru talsmenn barna, umboðsmaður barna, UNICEF og Barnaheill, þegar við fjöllum um ýmis frumvörp og mál, svipað og við tölum um jafnréttisgleraugu.

4

Í þingnefnd

Eftir 1. umræðu í þingsal er málinu vísað til þingnefndar sem kemur saman til að ræða það og skilar svo áliti og hugsanlega tillögum um breytingar.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna nr. 148/2018

16. okt. - 6. des.2018

Málinu er vísað til velferðarnefndar.

Velferðarnefnd fjallar um málið og sendir út umsagnarbeiðnir. Umsagnaraðilar fagna yfirleitt þeim áformum sem birtast í frumvarpinu, umboðsmaður barna hafi sérstöku hlutverki gegna við eftirfylgni og aðhald við innleiðingu barnasáttmálans á Íslandi. mikilvægt hlutverk umboðsmanns barna styrkt með lögum, sérstaklega vegna lögfestingar barnasáttmálans. Lögð er áhersla á umboðsmaður eigi vera öflugur málsvari barna og stuðli því stefna stjórnvalda um barnvænt samfélag nái fram ganga og áhrifavald og þátttaka barna í samfélaginu verði aukin.

Umsagnaraðilar mæla sterklega með því haldið verði barnaþing á tveggja ára fresti þannig börn geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri við stjórnvöld.

Fjallað er um málið á fjórum fundum velferðarnefndar og er það afgreitt frá nefndinni 6. desember 2018.

5

Önnur umræða í þingsal

Niðurstöður nefndarinnar ræddar og atkvæði greidd um einstakar greinar frumvarpsins og tillögur nefndarinnar.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna nr. 148/2018

10. - 13. des.2018

Nefndaráliti velferðarnefndar er útbýtt 10. desember og það er rætt í þingsal. Ólafur Þór Gunnarsson, framsögumaður velferðarnefndar, mælir fyrir nefndaráliti velferðarnefndar.

Framhald 2. umræðu er 13. desember og fara þá fram sex atkvæðagreiðslur um mismunandi greinar frumvarpsins (samþykktar með öllum greiddum atkvæðum) og breytingartillögur velferðarnefndar. Frumvarpið gengur til 3. umræðu.

Björn Leví Gunnarsson segir við 2. umræðu:Það væri jafnvel sniðugt að barnaþing fengi að ávarpa þingið í, kannski að loknu barnaþingi, svona í lokin eða eitthvað svoleiðis, og kynna helstu niðurstöður o.s.frv., þá í tengslum við það frumvarp sem er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Í tengslum við það kom ég með þá hugmynd á síðasta kjörtímabili, þar sem ég var talsmaður barna fyrir hönd þingflokks Pírata, hvort ekki væri hægt að koma upp ungmennaráði Alþingis sem gæti unnið mun meira, bæði með skrifstofunni og nefndasviði og jafnvel líka þingmönnum. […]
Ólafur Þór Gunnarsson segir við 2. umræðu:Ég vil hins vegar taka undir þessa hugmynd hv. þingmanns um að við ættum að skoða þann möguleika að setja upp ungmennaráð Alþingis líkt og umboðsmaður barna og fleiri aðilar eru með. […] Ég er hins vegar ekki alveg til í svona á fyrstu stigum að kaupa hugmyndina um að flytja endilega barnaþingið hingað vegna þess að það yrði kannski aðeins stærri viðburður en myndi rúmast í þessum þingsal. Ég vonast til þess a.m.k. að það verði fjöldaþátttaka á slíkri samkomu þannig að þar verði bæði börn og fullorðnir að tala saman.
Bryndís Haraldsdóttir segir við 2. umræðu:Þess vegna finnst mér mjög góð hugmynd þegar kemur að umræðu, hvort sem það eru barnaþing eða einhverjir fulltrúar frá barnaþingi kæmu hingað að ávarpa okkur eða uppfræða okkur um það sem átt hafi sér stað á barnaþingi eða eitthvað þess háttar, að þá færi mjög vel á því að gera það hér í þessum sal.

Ef frumvarpið breytist eftir 2. umræðu fer það aftur fyrir nefndina ef óskað er eftir því.

6

Þriðja umræða í þingsal

Lokaumræða um lagafrumvarpið og atkvæðagreiðsla.

Ef meiri hluti þingmanna greiðir atkvæði með frumvarpinu er það samþykkt. Lögin taka gildi þegar þau hafa verið undirrituð af forseta Íslands og viðkomandi ráðherra og loks birt í Stjórnartíðindum.

Lög um breytingu á lögum um umboðsmann barna nr. 148/2018

13. des.2018 -8. jan.2019

Enginn tekur til máls í 3. umræðu. Fram fer ein atkvæðagreiðsla um  frumvarpið. Frumvarp samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum. Átta þingmenn eru fjarstaddir.


Frumvarpið er afgreitt sem lög frá Alþingi 13. desember 2018. Lögin eru  undirrituð af forseta Íslands 21. desember, birt í Stjórnartíðindum 7. janúar og verða daginn eftir, 8. janúar 2019, bindandi fyrir alla.

Samantekt

1

Undirbúningur

Ráðherrar, þingmenn, félagasamtök, fjölmiðlar eða almennir borgarar verða varir við annmarka á gildandi lögum eða telja þörf á nýrri lagasetningu. Pólitísk umræða hefst um málið.

Ríkisstjórnin eða Alþingi skipar nefnd til að rannsaka nauðsyn þess að setja ný lög eða breyta eldri lögum.

1

2

Frumvarp lagt fram

Einn eða fleiri þingmenn, ráðherrar eða nefndir leggja fram frumvarp til laga.

2

3

Fyrsta umræða í þingsal

Sá sem lagði frumvarpið fram kynnir það í þingsal og almenn umræða fer fram um málið.

3

4

Í þingnefnd

Eftir 1. umræðu í þingsal er málinu vísað til þingnefndar sem kemur saman til að ræða það og skilar svo áliti og hugsanlega tillögum um breytingar.

5

Önnur umræða í þingsal

Niðurstöður nefndarinnar ræddar og atkvæði greidd um einstakar greinar frumvarpsins og tillögur nefndarinnar.

6

Þriðja umræða í þingsal

Lokaumræða um lagafrumvarpið og atkvæðagreiðsla.

Hafðu samband

Viltu hafa áhrif? Viltu láta rödd þína og skoðanir heyrast? Langar þig að fræðast um Alþingi? Hafðu þá samband við fræðslustjóra, sem hlakkar til að heyra frá þér!